Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 17:07 Fylgiskannanir streyma frá íslenskum könnunarfyrirtækjum þessa dagana. Gallup Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu. Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu.
Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira