Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2021 22:44 Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, var með þrjár rútur við Dynjanda. Arnar Halldórsson Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04