Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2021 22:44 Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, var með þrjár rútur við Dynjanda. Arnar Halldórsson Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04