Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 08:00 Eftir afar langvinn meiðsli hefur Kolbeinn Sigþórsson náð sér aftur á strik í Svíþjóð á allra síðustu árum. Í sumar hefur hann leikið 17 deildarleiki fyrir Gautaborg og skorað fjögur mörk. mynd/ifkgoteborg.se Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45