Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2021 11:36 Mörgum sjálfstæðismanninum svegldist mögulega á kaffinu í morgun þegar í ljós kom að Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra. „Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna. Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Athygli vekur að auglýsingin er ekki merkt Vinstri grænum og er heldur ekki í litum flokksins, þeim græna og rauða. Lesa má á milli línanna að þeir sem skrifa undir styðji Katrínu sem forsætisráðherra þótt viðkomandi séu ekki endilega stuðningsmenn Vinstri grænna eða líklegir kjósendur flokksins. „Ég er hrifinn af persónukjöri, þess vegna kvitta ég undir,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Þorgrímur var á rúntinum nærri Raufarhöfn þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann segist ekki hafa hugmynd um hver hafi fjármagnað auglýsinguna. Þorgrímur Þráinsson er vinamargur og segist fylgjandi persónukjöri. Hann styðji Katrínu en líka marga fleiri.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki hugmynd. Ég myndi líka styðja Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Brynjar Níelsson og fleiri manneskjur sem ég þekki,“ segir Þorgrímur. Katrín sé manneskja sem hann treysti. „Ég er ekki flokksbundinn,“ segir Þorgrímur. Lísa Kristjánsdóttir er aðstoðarmaður Katrínar forsætisráðherra. Hún segir auglýsinguna einfaldlega stuðningsmannaauglýsingu sem gjarnan sé sett fram. Tvist auglýsingastofa hafi unnið hana fyrir hönd stuðningsmannanna en sama auglýsingastofa sér um auglýsingar fyrir flokkinn. „Þetta hefur verið gert oft áður,“ segir Lísa. Þau vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Ekki er þó víst hvaða flokk fólkið ætlar að kjósa. „Svona stuðningsmannaauglýsingar eru aldrei undir merkjum stjórnmálaflokksins.“ Lísa segir tvo aðila hafa fjármagnað auglýsinguna fyrir hönd stuðningsmanna. Þau Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri borgarstjórnar og borgarfulltrúi Alþýðubandalags og síðar Reykjavíkurlista, og Arnór Björnsson, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sem er meðal þeirra sem eru á listanum. Fleiri áhugaverðir eru á listanum eins og tónlistamaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur farið mikinn í aðdraganda kosninga á Facebook og hvatt fólk til að kjósa Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar, sem er í framboði í Kraganum. Bubbi er fylgjandi persónukjöri.Vísir/Egill Þegar fréttastofa spurði Bubba hvernig þetta mætti vera sagðist hann sannarlega styðja Katrínu sem og Guðmund Andra, auk Þorgerðar Katrínar, sem býður fram fyrir Viðreisn í Kraganum. Hann kýs að líta svo á að um persónukjör sé að ræða en ekki val á milli flokka. Hvern Bubbi mun kjósa verður að koma í ljós. Bubbi er búsettur á Seltjarnarnesi sem tilheyrir Kraganum. Hann á því ekki kost á því að kjósa Katrínu og þarf að velja á milli Guðmundar Andra og Þorgerðar Katrínar. Vísir reyndi að ná tali af Elínu Hirst við vinnslu fréttarinnar en án árangurs. Viðbrögðum Elínar verður bætt við fréttina ef næst í hana.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira