-
- Nú finn ég mig hér sitjandi,
- um liðna daga hugsandi.
- Blað á borðið setjandi
-
og penna úr vasa dragandi.
- Þankana svo skrifandi,
- í Konna Gísla vísandi,
- um fólk í stóla haldandi
-
og svörtum bílum akandi.
- Völdum sínum beitandi
- en kerfisræði fylgjandi.
- Flokksfélaga ráðandi
-
en á öðrum brjótandi.
- Gjöld og skatta hækkandi.
- Reglur allar flækjandi.
- Báknið sífellt stækkandi.
- Á skriffinnskuna bætandi
-
og lýðræði burt gefandi.
- Sjúklinga út sendandi.
- Hjúkrunarheimili sveltandi.
- Skimununum klúðrandi.
- Samtökum út hýsandi.
- Lækningum barna hamlandi
-
en eldra fólkið skerðandi.
- Eiturlyfin leyfandi.
- en plastpokana bannandi.
- Hálendinu lokandi.
-
Fullveldi frá sér látandi.
- Orku landsins fórnandi.
- Framleiðsluna heftandi.
- Í vitleysuna eyðandi.
- Ofan í skurði mokandi
-
og losun Kína aukandi.
- Flugvöll í hraun færandi
- en aðra samt vanrækjandi.
- Borgarlínu leggjandi,
- veggjöld fyrir takandi,
- og umferðina stöðvandi.
-
Bíleigendum refsandi.
- Byggðamálum gleymandi.
- Landbúnaðinn kæfandi.
- Gerlamat inn flytjandi.
-
Iðnaðinn forsmáandi.
- Hælisleitendum fjölgandi,
- gegn skynseminni farandi
- og glæpahópum hjálpandi
-
en nauðstöddum ei sinnandi.
- Ritskoðun á komandi.
- Miðla ríkisvæðandi.
- Á Písakönnun fallandi
-
og iðnnemunum hafnandi.
- Í stórum málum sofandi
- en í rétttrúnaði vakandi
-
og dellu alla eltandi.
- Sjálfum sér þó hrósandi.
- Á bak við veiru skýlandi.
- Í faraldri sig felandi.
- Þannig var hún starfandi.
- Ríkisstjórn Íslands verandi.
Höfundur er formaður Miðflokksins.