Íslenskan glímir við ímyndarvanda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 15:21 Íslensk málnefnd segir mikilvægt að menntakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar að mati Íslenskrar málnefndar, sem gefið hefur út árlegt álit sitt á stöðu íslenskrar tungu. Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ályktunin er gefin út samhliða því að boðað hefur verið til málræktarþings um íslenskukennslu á 21. öld, sem haldið verður þann 30. september á Þjóðminjasafninu. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að mikilvægt sé að skólakerfið glími við ímyndarvanda íslenskunnar. Auka þarf áherslu á málörvun og málþroska á leikskólastigi. Endurmeta þurfi inntak íslenskukennslu og menntun íslenskukennara. Þá þurfi að efla þurfi kennslu í íslensku sem öðru máli. Styðja þurfi betur við bókasöfn sem upplýsingaveitu og upplýsingamiðstöð og enn fremur námsefnisgerð á íslensku en nýta þurfi þar möguleika upplýsingatækninnar. Enskan tengd við skemmtilega hluti frekar en íslenskan Sérstakur kafli í ályktun málnefndar fjallar um ímyndarvanda íslenskunnar. Segir þar að íslenskan eigi við slíkan vanda að glíma sem þjóðtunga og kennslutunga, meðal annars á meðal skólabarna. Hluta skýringarinnar sé að finna innan menntakerfisins, en einnig svokallaðan umdæmisvanda. „Hann felst í stækkandi notkunarsviði ensku á kostnað íslensku og takmörkuðu aðgengi að fjölbreyttu innlendu eða þýddu efni,“ segir í ályktuninni. Íslenskir nemendur tengi ensku við skemmtilega hluti, en íslensku við þá sem eru ögn leiðinlegri. „Í huga nemenda er íslenska stundum tengd sérstaklega við skólaverkefni, einkunnir, leiðréttingar, virðingu og eldra fólk en enska aftur á móti við skemmtun, afþreyingu, ferðalög og framtíðartækifæri,“ segir í ályktuninni. „Mikilvægt er að skólar og samfélagið allt geri sér grein fyrir þessum viðhorfsvanda og átti sig á hve skaðleg neikvæð umræða um íslenska málnotkun getur verið fyrir ímynd íslensks máls annars vegar og sjálfsmynd nemenda hins vegar,“ segir ennfremur. Lesa má ítarlega ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 hér.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11 Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 8. febrúar 2021 18:11
Lilja vonsvikin með Disney Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu. 1. febrúar 2021 18:41