Bölsýni eða bjartsýni? Hildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2021 15:30 Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun