Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2021 19:00 Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Framsókn bætir við sig en Miðflokkur tapar fylgi Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi frá síðustu kosningum með 13,4 prósent og Samfylkingin fengi nánast sama fylgi og síðast með 11,7 prósent. Píratar bæta við sig með 11,3 prósent, Viðreisn bætir verulega við sig frá 2017 og mælist nú með 11,4 prósent, Miðflokkurinn tapar aftur á móti verulegu fylgi og fengi 7,1 prósent, Flokkur fólksins er rúmu prósentustigi frá síðustu kosningum með 5,6 prósent og Sósíalistaflokkurinn kemur nýr inn á þing með 6,6 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum Samkvæmt þessu tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni og fengi fimmtán kjörna, Vinstri græn missa fjóra þingmenn og fá sjö, Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum þingmanni og fengi níu. Samfylkingin héldi sjö þingmönnum en Píratar bæta við sig einum þingmanni og fengju sjö. Viðreisn bætir við sig þremur þingmönnum og fengi sjö, Miðflokkurinn tapar þremur og fengi fjóra þingmenn. Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn eins og síðast og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing með fjóra þingmenn. Brynjar næði ekki inn á þing En hvar eru flokkarnir að missa þingsæti og vinna þau? Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum þingmanni í Reykjavík norður þar sem Brynjar Níelsson næði ekki endurkjöri. Þar tapa Vinstri græn tveimur þingmönnum og Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins næði ein kjöri. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kæmist nýr inn fyrir Framsóknarflokkinn eins Jóhann Páll Jóhannsson annar maður Samfylkingarinnar og annar maður Viðreisnar sem uppbótarþingmaður. Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins kæmist einnig inn sem uppbótarmaður. Samfylking bætir við sig tveimur í Reykjavík suður Í Reykjavík suður bætir Samfylkingin við sig þingmanni frásíðustu kosningum og fengi tvo kjörna, nýliðann Kristrúnu Frostadóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem flutti sig til flokksins frá Vinstri grænum. Píratar tapa hins vegar sínum öðrum manni og Miðflokkurinn sínu eina þingsæti þar. Katrín Baldursdóttir kæmi ný á þing fyrir Sósíalistaflokkinn. Í Suðvesturkjördæmi yrðu ekki miklar breytingar. Þar myndi Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þó tapa þingsæti sínu sem færi sem uppbótarsæti til Gísla Rafns Ólafssonar, Pírata. Í Suðurkjördæmi yrðu þau tíðindi að Vinstri græn og Píratar misstu sína einu þingmenn en Viðreisn næði í fyrsta sinn inn þingmanni þar með Guðbrand Einarsson og Guðmundur Auðunsson næði inn sem uppbótarþingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn. Þrír flokkar fá sitt fyrsta sæti í Norðaustur Í Norðvesturkjördæmi ber hæst að Valgarður Lyngdal Jónsson arftaki Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar nær ekki kjöri og annar þingmaður Miðflokksins Sigurður Páll Jónsson fellur af þingi. Í þeirra stað næðu Píratinn Magnús Davíð Norðdahl kjöri og Eyjólfur Ármannsson, Flokki fólksins, sem uppbótarþingmaður. Í Norðausturkjördæmi tapa Vinstri græn öðru þingsæta sinna eins og Samfylkingin í þessu kjördæmi Loga Einarssonar, formanns flokksins. Þar ynnu þrír flokkar sitt fyrsta þingsæti. Eiríkur Björn Björnsson sem uppbótarmaður Viðreisnar. Einar Brynjólfsson Pírati og Haraldur Ingi Haraldsson frá Sósíalistaflokknum næðu kjöri. Reykjavíkurmódelið fengi aðeins 28 þingmenn Ríkisstjórnina vantar einn þingmann til að ná lágmarks þrjátíu og tveggja sæta meirihluta á Alþingi. Ef Viðreisn gengi til samstarfs við stjórnarflokkana myndi sú stjórn hafa ríflegan 38 þingmanna meirihluta í fjögurra flokka stjórn. Vegna útilokunar Samfylkingar og Pírata á samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn væru ekki margir aðrir kosti í stöðunni. Reykjavíkurmódelið dygði ekki með einungis 28 þingmenn en ef Framsókn bættist við hefði slík fimm flokka stjórn 37 þingmenn og lágmarks meirihluta ef Sósíalistaflokkurinn gengi til liðs við Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira