Körfubolti

Tryggvi og félagar með fullt hús eftir tvo leiki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza fara vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.
Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza fara vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza unnu í dag öruggan  stiga sigur gegn Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 76-100, en þetta var annar sigur Zaragoza í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabils.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en Tryggvi og félagar voru fjórum stigum undir að honum loknum, 20-16.

Þeir tóku þó við sér í öðrum leikhluta og voru fljótir að jafna leikinn. Þeir náðu mest 14 stiga forskoti í leikhlutanum, en staðan þegar að flautað var til hálfleiks var 31-43, Zaragoza í vil.

Tryggvi og félagar héldu áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleik. Þegar að komið var að lokaleikhlutanum var staðan 53-69, og þá var orðið nokkuð augljóst hvorum megin sigurinn myndi falla.

Zaragoza gaf Bilbao ekkert færi á sér í fjórða og seinasta leikhlutanum og juku forskot sitt enn frekar. Leikurinn endaði að lokum 76-100, og Tryggvi og félagar hafa því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Bilbao er hins vegar enn í leit að sínum fyrsta sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×