Í tilkynningu segir að Katrín Olga hafi víðtæka og yfirgripsmikla reynslu úr viðskiptalífinu.
„Hún hefur gegnt stjórnunarstöðum innan fjölbreyttra fyrirtækja og atvinnugreina í gegnum tíðina, m.a. hjá Símanum og Já, og árið 2019 stofnaði hún ráðgjafarfyrirtækið Kría consulting ehf.
Katrín Olga hefur mikla reynslu af stjórnarsetu en hún situr nú í stjórn Landsnets, Haga og Eyrir Venture Management, en áður sat hún m.a. í stjórn Icelandair Group og í Bankaráði Seðlabankans. Þá á hún sæti í fjárfestingarráði Akurs framtakssjóðs og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík.
Katrín Olga hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, m.a. formennsku í Viðskiptaráði Íslands á árunum 2016-2020, fyrst kvenna og varaformennsku í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi.
Katrín Olga er með BS-gráðu í viðskiptum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í viðskiptum frá háskólanum í Óðinsvéum,“ segir í tilkynningunni.