Sósíalistar kríta liðugt Hörður Filippusson skrifar 24. september 2021 08:01 Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun