Öflug heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. september 2021 12:31 Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Vinstri græn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun