Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2021 12:04 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira