Víkingar streyma í hraðprófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 14:12 Þessir stuðningsmenn þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi við innganginn í Víkina á morgun til að geta skellt sér á leikinn. Vísir/Vilhelm Segja má að Fossvogurinn sé á yfirsnúningi fyrir morgundeginum og það tengist ekki á nokkurn hátt Alþingiskosningum. Karlalið Víkings á risastóran möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni klukkan 14. Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að 1500 manns munu koma saman í fyrsta skipti á Íslandi samkvæmt þeirri forsendu að hafa gengist undir hraðpróf. Straumur Víkinga, og einhverra stuðningsmanna Leiknis, í hraðpróf á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið stöðugur bæði í gær og í dag. 1500 verða saman í einu sóttvarnarhólfi en því til viðbótar bætast við 300 í stæði sem komið hefur verið upp. Þá má reikna með fjölda barna en börn 15 ára og yngri eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Suðurlandsbraut, segir starfsfólk hafa fundið fyrir viðbótinni strax í gær. Um 500 manns hafi mætt í hraðpróf daglega undanfarnar vikur en hafi verið 820 í gær. 1800 hafa boðað komu sína í dag og voru um þúsund búnir um tvöleytið. „Þetta er í fyrsta skipti sem við finnum fyrir einhverri aukningu vegna viðburða,“ segir Ingibjörg Salóme. Hún rekur viðbótina fyrst og fremst til fótboltaleiksins en nefnir þó einnig að einhverjir gætu verið að fara í hraðpróf í tengslum við kosningarnar á morgun. „Það eru nú þegar komnar 600 skráningar í hraðpróf á morgun,“ segir Ingibjörg en opið verður frá 9-15 á morgun. Á virkum dögum er opið til klukkan 20. Leikur Víkings og Leiknis hefst klukkan 14 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira