Alls eru 45.725 á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í kjördæminu eru níu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.
Kjósendur sem búa við sunnanverða Hringbraut, gömlu Hringbraut, Miklubraut eða Vesturlandsveg eru á kjörskrá í Reykjavík suður.
Sú breyting hefur einnig verið gerð að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi suður að þessu sinni og eru í heildina 220 manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér.
Uppfært klukkan 04:21. Lokatölur liggja nú fyrir.