Framsókn í bókstaflegri framsókn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2021 18:50 Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt mikið milli tveggja kannana Maskínu fyrir Stöð 2. Vísir/Vilhelm Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent