Kvöldið fyrir kjördag - Hvað er mikilvægt? Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2021 20:00 Kosningar eru alltaf mikilvægar en það eru ýmis rök fyrir því að kosningarnar á morgun séu mikilvægari en oft áður. Svo árum og jafnvel áratugum skiptir hafa stór mál setið á hakanum án þess að gömlu stjórnmálin hafi haft áhuga eða getu til þess að taka þau upp og klára þau með sóma. Þess í stað er þeim einungis flaggað í aðdraganda kosninga; einungis þá er heilbrigðiskerfið dýrmætt, einungis þá heyrast raddirnar um uppstokkun í sjávarútvegsmálum, einungis þá er lofað tækifærum fyrir alla og ömmur þeirra. Svo rennur upp sunnudagurinn eftir kosningar og þessar raddir þagna allar sem ein. Þá þarf að huga að málamiðlunum og samstöðu um stöðugleika kyrrsetunnar. Stóru málin eru aftur hengd upp og sett inn í skáp í nafni málamiðlana. Þessu þurfum við að breyta og eina leiðin til þess að það geti gerst er öflugur þingflokkur Pírata á sunnudaginn kemur. Við vitum hvað þarf að gera í stjórnarskrármálunum. Við vitum hvað þarf að gera í sjávarútvegsmálunum. Við vitum hvað þarf að gera í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, umhverfismálum, vinnumarkaðsmálum, lífeyrismálum, húsnæðismálum og framtíðarmálum. Tækifæri morgundagsins Píratar leggja fram skýra sýn um nýja stjórnarskrá, aðgerðir í loftslagsmálum, baráttu gegn spillingu, róttækar breytingar í sjávarútvegi og stillum upp hagkerfi 21. aldarinnar með velsæld og nýsköpun að leiðarljósi. Kosningastefna Pírata er metnaðarfull og ítarleg og til þess að ná henni í framkvæmd þá þarf virkt lýðræði, ekki bara á kjördag. Tækifærið til þess að ganga loksins í stóru málin er á morgun, með atkvæði til Pírata. Við þurfum öflugt heilbrigðiskerfi sem skilar þjóðinni góðri heilsu. Þar þurfum við að ná þjóðarsátt um kaup og kjör heilbrigðisstarfsfólks, sem og annara starfsmanna sem vinna við grunnstoðir samfélagsins. Þetta er hægt með því að hætta að senda hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í gerðardóm. Þetta er hægt með því að viðurkenna menntun og ábyrgð þess starfsfólks sem heldur grunnstoðum samfélagsins gangandi. Það skapar viðmið fyrir allan vinnumarkaðinn. Við þurfum að skilgreina lágmarksframfærslu til þess að enginn sem vinnur fullt starf eða þarf á lífeyri að halda upplifi skort á nauðsynjum. Við þurfum að eyða húsnæðisskorti til þess að ungt fólk hafi séns á því að safna og fjárfesta í íbúð án þess að þurfa að vera heppið með foreldra. Tækifærin í loftslagsmálunum Við þurfum að huga að loftslagsmálunum í dag til þess að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til eru bara jákvæðar fyrir sjálfbærni og lífsgæði. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrr en 2030, það myndi spara okkur 100 milljarða á ári í gjaldeyri. Við þurfum að stöðva losun og verða kolefnisneikvæð sem fyrst og borga þannig kolefnisskuld okkar áður en kemur að skuldadögum. Í því felast gríðarleg tækifæri og verðmæti fyrir okkur til þess að vera leiðandi í heiminum í nýsköpun loftslagsmála. Við þurfum heilbrigðan húsnæðismarkað og við komumst þangað með því að byggja sem fyrst þær 4000 íbúðir sem þarf umfram árlega þörf. Einungis þá losnum við úr þeirri hringavitleysu sem ójafnvægi í framboði og eftirspurn er að hafa á húsnæðisverð, verðbólgu og efnahaginn almennt. Húsnæðismál eru einnig lífeyrismál, velferðarmál og menntamál því það vantar íbúðir fyrir eldra fólk, félagslegar íbúðir og húsnæði fyrir námsmenn. Það er grundvöllur þess að geta lifað góðu lífi á Íslandi að hafa öruggt þak yfir höfði. Tækifærin í tækninni Píratar horfa til framtíðarinnar. Við sjáum hvað aukin sjálfvirknivæðing mun gera við vinnumarkaðinn þegar lífsnauðsynjar verða framleiddar án aðkomu verkafólks. Við sjáum einnig tækifærin í því fyrir okkur öll, í formi styttri vinnutíma og betri lífsgæða - ef við sjáum til þess að sjálfvirknivæðingin verði fyrir okkur öll en ekki fyrir fjármagnseigendur. Sjálfvirknivæðingin þarf að gerast í opnu aðgengi en ekki vera lokuð bak við einkaleyfi og hugverkarétt. Einokun á því sviði getur leitt til mestu misskiptingar sem nokkurn tíma hefur sést á þessari jörð. Framtíðin er samfélag velsældar þar sem stjórnvöld bera ábyrgð á því að uppfylla mannréttindi okkar allra, stöðugleika fyrir okkur öll en ekki bara suma. Það er ábyrgð stjórnvalda að sýna hvernig stefna þeirra gerir samfélagið betra - ekki bara með því að benda á hagvöxt heldur með því að sýna hvernig sá hagvöxtur skilar sér í betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, öruggara húsnæði og betri lífsgæðum almennt. Það er nefnilega hægt að ná þeim markmiðum án þess að það sé hagvöxtur meira að segja. Sem dæmi, ef ég myndi búa til ljósaperu sem virkar endalaust og kostar jafn mikið í framleiðslu og núverandi ljósaperur þá myndi hagvöxtur minnka en lífsgæði aukast. Tækifærið er núna Kosningarnar á morgun snúast einmitt um að skipta út gömlu ljósaperunum fyrir nýjar sem endast betur. Þannig spörum við til framtíðar því að við vitum að gömlu ljósaperurnar springa alltaf á versta tíma með tilheyrandi kostnaði og veseni. Mætum því á kjörstað á morgun og veljum nýja ljósaperu! Veljum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Björn Leví Gunnarsson Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kosningar eru alltaf mikilvægar en það eru ýmis rök fyrir því að kosningarnar á morgun séu mikilvægari en oft áður. Svo árum og jafnvel áratugum skiptir hafa stór mál setið á hakanum án þess að gömlu stjórnmálin hafi haft áhuga eða getu til þess að taka þau upp og klára þau með sóma. Þess í stað er þeim einungis flaggað í aðdraganda kosninga; einungis þá er heilbrigðiskerfið dýrmætt, einungis þá heyrast raddirnar um uppstokkun í sjávarútvegsmálum, einungis þá er lofað tækifærum fyrir alla og ömmur þeirra. Svo rennur upp sunnudagurinn eftir kosningar og þessar raddir þagna allar sem ein. Þá þarf að huga að málamiðlunum og samstöðu um stöðugleika kyrrsetunnar. Stóru málin eru aftur hengd upp og sett inn í skáp í nafni málamiðlana. Þessu þurfum við að breyta og eina leiðin til þess að það geti gerst er öflugur þingflokkur Pírata á sunnudaginn kemur. Við vitum hvað þarf að gera í stjórnarskrármálunum. Við vitum hvað þarf að gera í sjávarútvegsmálunum. Við vitum hvað þarf að gera í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, umhverfismálum, vinnumarkaðsmálum, lífeyrismálum, húsnæðismálum og framtíðarmálum. Tækifæri morgundagsins Píratar leggja fram skýra sýn um nýja stjórnarskrá, aðgerðir í loftslagsmálum, baráttu gegn spillingu, róttækar breytingar í sjávarútvegi og stillum upp hagkerfi 21. aldarinnar með velsæld og nýsköpun að leiðarljósi. Kosningastefna Pírata er metnaðarfull og ítarleg og til þess að ná henni í framkvæmd þá þarf virkt lýðræði, ekki bara á kjördag. Tækifærið til þess að ganga loksins í stóru málin er á morgun, með atkvæði til Pírata. Við þurfum öflugt heilbrigðiskerfi sem skilar þjóðinni góðri heilsu. Þar þurfum við að ná þjóðarsátt um kaup og kjör heilbrigðisstarfsfólks, sem og annara starfsmanna sem vinna við grunnstoðir samfélagsins. Þetta er hægt með því að hætta að senda hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í gerðardóm. Þetta er hægt með því að viðurkenna menntun og ábyrgð þess starfsfólks sem heldur grunnstoðum samfélagsins gangandi. Það skapar viðmið fyrir allan vinnumarkaðinn. Við þurfum að skilgreina lágmarksframfærslu til þess að enginn sem vinnur fullt starf eða þarf á lífeyri að halda upplifi skort á nauðsynjum. Við þurfum að eyða húsnæðisskorti til þess að ungt fólk hafi séns á því að safna og fjárfesta í íbúð án þess að þurfa að vera heppið með foreldra. Tækifærin í loftslagsmálunum Við þurfum að huga að loftslagsmálunum í dag til þess að koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til eru bara jákvæðar fyrir sjálfbærni og lífsgæði. Við þurfum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrr en 2030, það myndi spara okkur 100 milljarða á ári í gjaldeyri. Við þurfum að stöðva losun og verða kolefnisneikvæð sem fyrst og borga þannig kolefnisskuld okkar áður en kemur að skuldadögum. Í því felast gríðarleg tækifæri og verðmæti fyrir okkur til þess að vera leiðandi í heiminum í nýsköpun loftslagsmála. Við þurfum heilbrigðan húsnæðismarkað og við komumst þangað með því að byggja sem fyrst þær 4000 íbúðir sem þarf umfram árlega þörf. Einungis þá losnum við úr þeirri hringavitleysu sem ójafnvægi í framboði og eftirspurn er að hafa á húsnæðisverð, verðbólgu og efnahaginn almennt. Húsnæðismál eru einnig lífeyrismál, velferðarmál og menntamál því það vantar íbúðir fyrir eldra fólk, félagslegar íbúðir og húsnæði fyrir námsmenn. Það er grundvöllur þess að geta lifað góðu lífi á Íslandi að hafa öruggt þak yfir höfði. Tækifærin í tækninni Píratar horfa til framtíðarinnar. Við sjáum hvað aukin sjálfvirknivæðing mun gera við vinnumarkaðinn þegar lífsnauðsynjar verða framleiddar án aðkomu verkafólks. Við sjáum einnig tækifærin í því fyrir okkur öll, í formi styttri vinnutíma og betri lífsgæða - ef við sjáum til þess að sjálfvirknivæðingin verði fyrir okkur öll en ekki fyrir fjármagnseigendur. Sjálfvirknivæðingin þarf að gerast í opnu aðgengi en ekki vera lokuð bak við einkaleyfi og hugverkarétt. Einokun á því sviði getur leitt til mestu misskiptingar sem nokkurn tíma hefur sést á þessari jörð. Framtíðin er samfélag velsældar þar sem stjórnvöld bera ábyrgð á því að uppfylla mannréttindi okkar allra, stöðugleika fyrir okkur öll en ekki bara suma. Það er ábyrgð stjórnvalda að sýna hvernig stefna þeirra gerir samfélagið betra - ekki bara með því að benda á hagvöxt heldur með því að sýna hvernig sá hagvöxtur skilar sér í betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, öruggara húsnæði og betri lífsgæðum almennt. Það er nefnilega hægt að ná þeim markmiðum án þess að það sé hagvöxtur meira að segja. Sem dæmi, ef ég myndi búa til ljósaperu sem virkar endalaust og kostar jafn mikið í framleiðslu og núverandi ljósaperur þá myndi hagvöxtur minnka en lífsgæði aukast. Tækifærið er núna Kosningarnar á morgun snúast einmitt um að skipta út gömlu ljósaperunum fyrir nýjar sem endast betur. Þannig spörum við til framtíðar því að við vitum að gömlu ljósaperurnar springa alltaf á versta tíma með tilheyrandi kostnaði og veseni. Mætum því á kjörstað á morgun og veljum nýja ljósaperu! Veljum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun