Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 25. september 2021 12:28 Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Samfylkingin Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt. Í dag höfum við val um að kjósa stjórnmálahreyfingu sem vinnur að því að jafna leikreglurnar, efla mannréttindi og jöfnuð, keyra af stað raunverulegar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga, styrkja efnahagslífið með uppbyggingu og fjárfestingum í stað niðurskurðar og sérhagsmunadekurs. Í dag eru kosningar og ég ætla að kjósa Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Samfylkingin hefur raunhæf og fjármögnuð loforð. Henni er treystandi til að taka ákveðin skref framþróunar og byggir á 100 ára arfleifð jafnaðarmanna sem skapað hafa bestu samfélög sem þekkjast í heiminum með tilliti til bæði velferðar og efnahagsstjórnar. Fái ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, sterka kosningu er ljóst að haldið verður áfram með óbreyttum hætti. Við fáum áframhaldandi íhaldssemi, skort á mannúð og jafnrétti, skort á hugrekki í uppbyggingu almenningssamgangna og grænna atvinnutækifæra, pattstöðu í loftslagsaðgerðum; stöðnun. Við fáum lægsta pólitíska samnefnara og missum af stórkostlegu tækifæri sem ekki kemur aftur í fjögur ár. Ég kýs Samfylkinguna fyrir son minn, fyrir ömmu mína, fyrir fatlað fólk, fyrir atvinnurekendur, fyrir listamenn og einyrkja, fyrir hinsegin fólk, fyrir loftslagið, fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og fyrir barnafólk. Ég kýs Samfylkinguna því henni er best treystandi til að standa með almenningi gegn sérhagsmunum. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, mamma og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun