Úrslit: Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni | Michail Antonio skoraði sigurmark á 90. mínútu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. september 2021 16:15 Jamie Vardy skorði tvö í dag EPA-EFE/Mike Egerton Fjórum leikjum lauk núna rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Fjórum leikjum lauk núna klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í Liverpool vann Everton þægilegan 2-0 sigur á Norwich City. Androw Townsend kom heimamönnum yfir á 29. mínútu úr vítaspyrnu og það var svo Abdoulaye Doucoure sem kom Everton í 2-0 á 77. mínútu eftir undirbúning frá Demarai Gray. Everton komnir með þrettán stig í 5. sæti deildarinnar en Norwich sitja enn stigalausir á botninum. Michail Antonio var hetja West Ham þegar liðið vann Leeds, 1-2 á Eiland Road í Leeds. Raphinha kom Leeds yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Klich og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var Junior Firpo leikmaður Leeds sem varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu áður en Michail Antonio skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. West ham með 11 stig í 7. sætinu en Leeds einungis með þrjú stig eftir sex leiki. Unreal. pic.twitter.com/plkxjtOfQB— West Ham United (@WestHam) September 25, 2021 Leicester City og Burnley gerðu stórskemmtilegt 2-2 jafntefli á heimavelli Leicester. Markamaskínan Jamie Vardy var fyrstur á blað, en þó í rangt mark á 12. mínútu. Vardy bætti þetta þó strax upp með marki á 37. mínútu eftir undirbúning Tielemans. Maxvel Cornet kom svo Burnley aftur yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var svo Jamie Vardy sem jafnaði aftur á 85. mínútu. Vardy allt í öllu. Leicester er með sjö stig í 12. sæti deildarinnar en Burnley er í 19. sæti með einungis 2 stig. Watford og newcastle skildu svo jöfn, 1-1. Sean Longstaff skoraði stórglæsilegt mark á 23. mínútu en Ismaila Sarr jafnaði leikinn á 72. mínútu. Watford sitja í 11. sætinu með 7 stig en Newcastle er í vandræðum með eingöngu þrjú stig úr fyrstu sex leikjunum. Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Fjórum leikjum lauk núna klukkan 16:00 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í Liverpool vann Everton þægilegan 2-0 sigur á Norwich City. Androw Townsend kom heimamönnum yfir á 29. mínútu úr vítaspyrnu og það var svo Abdoulaye Doucoure sem kom Everton í 2-0 á 77. mínútu eftir undirbúning frá Demarai Gray. Everton komnir með þrettán stig í 5. sæti deildarinnar en Norwich sitja enn stigalausir á botninum. Michail Antonio var hetja West Ham þegar liðið vann Leeds, 1-2 á Eiland Road í Leeds. Raphinha kom Leeds yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Klich og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var Junior Firpo leikmaður Leeds sem varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu áður en Michail Antonio skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. West ham með 11 stig í 7. sætinu en Leeds einungis með þrjú stig eftir sex leiki. Unreal. pic.twitter.com/plkxjtOfQB— West Ham United (@WestHam) September 25, 2021 Leicester City og Burnley gerðu stórskemmtilegt 2-2 jafntefli á heimavelli Leicester. Markamaskínan Jamie Vardy var fyrstur á blað, en þó í rangt mark á 12. mínútu. Vardy bætti þetta þó strax upp með marki á 37. mínútu eftir undirbúning Tielemans. Maxvel Cornet kom svo Burnley aftur yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Það var svo Jamie Vardy sem jafnaði aftur á 85. mínútu. Vardy allt í öllu. Leicester er með sjö stig í 12. sæti deildarinnar en Burnley er í 19. sæti með einungis 2 stig. Watford og newcastle skildu svo jöfn, 1-1. Sean Longstaff skoraði stórglæsilegt mark á 23. mínútu en Ismaila Sarr jafnaði leikinn á 72. mínútu. Watford sitja í 11. sætinu með 7 stig en Newcastle er í vandræðum með eingöngu þrjú stig úr fyrstu sex leikjunum.
Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira