Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 16:54 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. „Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira