„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Atli Arason skrifar 25. september 2021 17:36 Ísak Snær Þorvaldsson ásamt þjálfara sínum hjá ÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni. MYND/ÍA Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. „Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31