Rakel Dögg: „Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 19:59 Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var sátt með margt í leik síns liðs í dag en segir vonda kaflann í seinni hálfleik einfaldelga hafa kostað þær leikinn. „Kaflaskiptur leikur er svo sem alveg rétt, mér fannst við ekki alveg ná nógu góðri frammistöðu. Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur og við komum okkur í mjög erfiða stöðu sem er frekar fúlt. Mér fannst við framan af spila vel og fyrri hálfleikur fínn en gerum samt aðeins of mikið af bæði tæknifeilum og fókusfeilum. Eins marks tap allt í góðu þannig en samt bara staðan sem við vorum búin að koma okkur í er ekki alveg nógu góð.” KA/Þór breytir stöðunni úr 16-14 í 21-14 á örfáum mínútum í seinni hálfleik og segir Rakel að þar hafi leikurinn bara farið. „Jú hann fer bara þar, við dettum í smá svona rasmus sóknarlega, erum að dripla mikið, taka óskynsamlegar ákvarðanir, sendingar sem eru bara agaleysi þannig og refsað í bakið sem við vitum alveg að má búast við á móti KA/Þór. Því miður fer svolítið leikurinn þarna.” Þjálfarateymi Stjörnunnar virist ekki alltaf sátt við störf dómara leiksins og kölluðu þónokkrum sinnum eftir að skref, lína og fleira væri dæmd á KA/Þór en fengu ekki. Rakel segir þó leikinn alls ekki hafa tapast á dómgæslu. „Maður er aldrei 100% ánægður eða sammála öllum dómum, það er bara það sem fylgir handbolta og ég held að það sé ekkert hægt að setja út á það, þeir stóðu sig bara fínt, við töpuðum þessu ekki á dómgæslu hérna.” Stjarnan mætti Fram í Safamýri í fyrstu umfeð og nú í dag ríkjandi Íslandsmeisturum fyrir norðan. Rakel segir það ekki óeðlilegt að liðið sé án stiga og sér margt gott í leik liðsins. „Við byrjum auðvitað á gríðarlega erfiðu prógrami á móti Íslandsmeistara kandídötum og síðan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þar af báðir leikir á útivelli. Fyrirfram hefði ekkert komið mikið á óvart að við séum ekki komin með stig. Ég er samt ánægð með rosalega margt úr báðum þessum leikjum, mér finnst við vera sýna framfarir, auðvitað eins og ég segi skítlélegur kafli hér og við töpum líka svona kafla á móti Fram. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að fókusa svolítið á og stytta þessa kafla og ekki hafa þá svona svakalega lélega.” Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg stóðu pliktina vel í markinu vörðu samanlagt 22 skot. Það má því að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið nægilega góður þar sem að KA/Þór sigrar leikinn en eru á móti að verja 10 færri skot. „Þær voru báðar flottar. Darija var flott og svo dettur hún aðeins niður og Tinna kom inn og var bara frábær en varnarleikurinn var ekki alveg nógu góður, við vorum með aðeins of mikið bil á milli manna og þurfum aðeins að skoða það”, sagði Rakel að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
„Kaflaskiptur leikur er svo sem alveg rétt, mér fannst við ekki alveg ná nógu góðri frammistöðu. Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur og við komum okkur í mjög erfiða stöðu sem er frekar fúlt. Mér fannst við framan af spila vel og fyrri hálfleikur fínn en gerum samt aðeins of mikið af bæði tæknifeilum og fókusfeilum. Eins marks tap allt í góðu þannig en samt bara staðan sem við vorum búin að koma okkur í er ekki alveg nógu góð.” KA/Þór breytir stöðunni úr 16-14 í 21-14 á örfáum mínútum í seinni hálfleik og segir Rakel að þar hafi leikurinn bara farið. „Jú hann fer bara þar, við dettum í smá svona rasmus sóknarlega, erum að dripla mikið, taka óskynsamlegar ákvarðanir, sendingar sem eru bara agaleysi þannig og refsað í bakið sem við vitum alveg að má búast við á móti KA/Þór. Því miður fer svolítið leikurinn þarna.” Þjálfarateymi Stjörnunnar virist ekki alltaf sátt við störf dómara leiksins og kölluðu þónokkrum sinnum eftir að skref, lína og fleira væri dæmd á KA/Þór en fengu ekki. Rakel segir þó leikinn alls ekki hafa tapast á dómgæslu. „Maður er aldrei 100% ánægður eða sammála öllum dómum, það er bara það sem fylgir handbolta og ég held að það sé ekkert hægt að setja út á það, þeir stóðu sig bara fínt, við töpuðum þessu ekki á dómgæslu hérna.” Stjarnan mætti Fram í Safamýri í fyrstu umfeð og nú í dag ríkjandi Íslandsmeisturum fyrir norðan. Rakel segir það ekki óeðlilegt að liðið sé án stiga og sér margt gott í leik liðsins. „Við byrjum auðvitað á gríðarlega erfiðu prógrami á móti Íslandsmeistara kandídötum og síðan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þar af báðir leikir á útivelli. Fyrirfram hefði ekkert komið mikið á óvart að við séum ekki komin með stig. Ég er samt ánægð með rosalega margt úr báðum þessum leikjum, mér finnst við vera sýna framfarir, auðvitað eins og ég segi skítlélegur kafli hér og við töpum líka svona kafla á móti Fram. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að fókusa svolítið á og stytta þessa kafla og ekki hafa þá svona svakalega lélega.” Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg stóðu pliktina vel í markinu vörðu samanlagt 22 skot. Það má því að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið nægilega góður þar sem að KA/Þór sigrar leikinn en eru á móti að verja 10 færri skot. „Þær voru báðar flottar. Darija var flott og svo dettur hún aðeins niður og Tinna kom inn og var bara frábær en varnarleikurinn var ekki alveg nógu góður, við vorum með aðeins of mikið bil á milli manna og þurfum aðeins að skoða það”, sagði Rakel að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira