Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 10:31 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segjast sjaldan hafa verið ánægðari. Hún sagði flokk sinn alltaf hafa mælst með miklu minna fylgi í könnunum en komi svo upp úr kjörkössunum. Flokkurinn á huldufylgi sem er eldra fólk sem skilur ekkert þetta punktur is. Vísir/Elín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15