„Það er ljóst að þessi ríkisstjórn heldur,“ sagði Þorgerður Katrín. Aðrir gestir á Sprengisandi í morgun töluðu á svipuðum nótum.
„Mitt mat er bara að Vinstri græn geta ekki farið í þessa ríkisstjórn nema Katrín verði áfram forsætisráðherra, það er nokkuð skýrt,“ sagði formaður Viðreisnar.
„Þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn sækir eða Sjálfstæðisflokkur sækir í að fá forsætisráðherrann.“
Hún bætti við að hún ætti ekki að vera að tala svona, en henni þætti bara svo vænt um Katrínu, og sagði:
„Mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Katrín og dró sína ályktun á fylgisaukningu Framsóknarflokksins sem bætti við sig fimm þingmönnum frá 2017.
„Miðflokkurinn er bara að fara heim. Það er kannski ekkert endilega sanngjart að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vinstri grænum.“