Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 11:30 Sigmar Guðmundsson í góðum hópi Viðreisnarfólks á kosningavöku flokksins í nótt. Vísir/Elín Guðmunds 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira