Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 12:59 Gunnar Smári Egilsson og félagar hans í Sósíalistaflokknum náðu ekki inn fólki á þing. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira