Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 13:37 BBC News, Reuters, SVT í Svíþjóð og Deutche Welle í Þýskalandi eru meðal þeirra sem slá því upp að Íslendingar séu fyrst Evrópuþjóða með meirihluta kvenna á þingi. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. Uppfært: Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi varð hreyfing á jöfnunarþingsætum sem varð til þess að kynjahlutföll á nýju þingi riðluðust. Varð niðurstaðan sú að karlar eru enn í meirihluta, 33 á móti þrjátíu konum. Að ofan og neðan má því lesa upphaflegu fréttina. 33 konur voru kjörnar á þing í kosningunum í nótt og þrjátíu karlar. Var um nokkra fjölgun frá fyrri kosningum að ræða þar sem 24 konur voru kjörnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuríki þar sem meira en helmingur þingmanna eru konur. Áður höfðu Svíar komist næst því með 47 prósent kvenna. Í fréttum BBC og Reuters segir meðal annars að ólíkt sumum ríkjum þá eru Íslendingar ekki með ákvæði í lögum um kynjakvóta á þingi, þó að einstaka flokkar séu með kröfur um lágmarksfjölda kvenna á framboðslistum. Alls eiga nú 33 konur sæti á Alþingi.Vísir Breska ríkisútvarpið segir ennfremur að Ísland hafi lengi verið talið vera í hópi fremstu ríkja þegar kemur að kynjajafnrétti. Þannig skipaði Ísland efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti þegar nýjasta skýrslan var birt í mars síðastliðinn – tólfta árið í röð. Er sömuleiðis rifjað upp að Ísland varð árið 1980 fyrsta ríkið í heiminum til að gera konu að forseta í lýðræðislega kjörnum kosningum. Fimm ríki í heiminum eru nú með konur í meirihluta á þingi. Í Rúanda eru 61,3 prósent þingmanna konur. Á Kúbu er hlutfallið 53,4 prósent, í Níkaragva 50,6 prósent, og bæði í Mexíkó og Sameinuðu arabísku fuurstadæmunum slétt fimmtíu prósent. Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Uppfært: Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi varð hreyfing á jöfnunarþingsætum sem varð til þess að kynjahlutföll á nýju þingi riðluðust. Varð niðurstaðan sú að karlar eru enn í meirihluta, 33 á móti þrjátíu konum. Að ofan og neðan má því lesa upphaflegu fréttina. 33 konur voru kjörnar á þing í kosningunum í nótt og þrjátíu karlar. Var um nokkra fjölgun frá fyrri kosningum að ræða þar sem 24 konur voru kjörnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuríki þar sem meira en helmingur þingmanna eru konur. Áður höfðu Svíar komist næst því með 47 prósent kvenna. Í fréttum BBC og Reuters segir meðal annars að ólíkt sumum ríkjum þá eru Íslendingar ekki með ákvæði í lögum um kynjakvóta á þingi, þó að einstaka flokkar séu með kröfur um lágmarksfjölda kvenna á framboðslistum. Alls eiga nú 33 konur sæti á Alþingi.Vísir Breska ríkisútvarpið segir ennfremur að Ísland hafi lengi verið talið vera í hópi fremstu ríkja þegar kemur að kynjajafnrétti. Þannig skipaði Ísland efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti þegar nýjasta skýrslan var birt í mars síðastliðinn – tólfta árið í röð. Er sömuleiðis rifjað upp að Ísland varð árið 1980 fyrsta ríkið í heiminum til að gera konu að forseta í lýðræðislega kjörnum kosningum. Fimm ríki í heiminum eru nú með konur í meirihluta á þingi. Í Rúanda eru 61,3 prósent þingmanna konur. Á Kúbu er hlutfallið 53,4 prósent, í Níkaragva 50,6 prósent, og bæði í Mexíkó og Sameinuðu arabísku fuurstadæmunum slétt fimmtíu prósent.
Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19