Ekki talin þörf á endurtalningu í Suðurkjördæmi þó mjótt sé á munum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 16:14 Nýr miðbær á Selfossi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir ekki ástæðu til að ráðast í endurtalningu á atkvæðum í umdæminu þrátt fyrir að afar mjótt sé á munum. Gerð var úttekt á vinnubrögðum og verkferlum í dag og kom engin villa upp þegar tíu prósent kjörseðla höfðu verið skoðaðir. Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu. Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Fram kom á þriðja tímanum í dag að tekin hefði verið sú ákvörðun í Norðvesturkjördæmi að telja atkvæði aftur. Von er á talningarfólki til starfa og má reikna með niðurstöðu um sexleytið. Ástæðan er sú hve mjótt er á munum í kjördæminu. Tapi Viðreisn tveimur atkvæðum riðlast röðun jöfnunarþingmanna. Guðmundur Gunnarsson er jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Vilja staðfesta rétta talningu „Við ákváðum þegar við sáum að það væri lítill munur að við myndum endurtelja. Við viljum bara útiloka það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Ingi Tryggvason yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Að sama skapi vantar Viðreisn aðeins tvö atkvæði í Suðurkjördæmi til að Guðbrandur Einarsson nái inn sem jöfnunarþingmaður. Það munar því aðeins tveimur atkvæðum hvort Viðreisn fái þingmann í Norðvestri eða Suðurkjördæmi sem hefur þá áhrif á alla halarófuna. Þórir Haraldsson, yfirmaður kjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir alveg ljóst að mjög mjótt sé á munum. Bæði varðandi þessi tvö atkvæði sem Guðbrand Viðreisnarmann vantar en sömuleiðis muni aðeins sjö atkvæðum á greiddum atkvæðum til Vinstri grænna og Miðflokks í kjördæminu. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, rekur þetta nánar í þræði á Twitter. Eitt atkvæði niður hjá Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og upp í Suðurkjördæmi hefur sömu áhrif. Jöfnunarþingmenn raðast upp á nýtt. Stuttur þráður:Ástæðan fyrir endurtalningu er Viðreisn. Þau fá jöfnunarmann nr. 2 en það munar TVEIMUR atkvæðum á því hvort þau taki hann í Norðvestur eða Suðurkjördæmi. Ef hann færist úr NV í SU þá hefur það áhrif á alla halarófuna niður.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) September 26, 2021 Ekki tilefni til 500 vinnustunda „Við tókum þetta sérstaklega fyrir á fundi í dag, fórum yfir okkar verkferla og vinnubrögð,“ segir Þórir. Gerð var úrtakskönnun á vinnubrögðum. Eftir að búið var að fara yfir meira en tíu prósent af kjörseðlum án þess að villa fyndist taldist málið fullreynt. Þórir segir ekki tilefni til að ráðast í 500 vinnustundaverkefni enda bendi ekkert til þess að talningin í kjördæminu sé röng. Það hafi verið sannreynt. Yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi átti von á um þrjúleytið að tvær til þrjár klukkustundir tæki að ljúka endurtalningu í kjördæminu.
Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira