Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 18:47 Þær Hólmfríður, Lenya og Rósa Björk detta út vegna breytinganna. Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19