Þurfti að eyða 48 tímum í dimmu herbergi eftir að hún vann Ólympíugullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 10:31 Stephanie Labbe með gullið sitt út á velli eftir sigur kanadíska knattspyrnulandsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Getty/Naomi Baker Kanadíska knattspyrnukonan Stephanie Labbé hefur sagt opinberlega frá því sem hún þurfti að ganga í gegnum eftir möguleika stærstu stund sína á fótboltaferlinum. Þar voru engin veisluhöld eða sigurpartý á ferðinni. Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti