Klæddist treyjunni hans Messi en fann enga pressu: Ævintýraendurkoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 11:30 Leikmenn Barcelona fögnuðu marki Ansu Fati með því að lyfta stráknum upp. AP/Joan Monfort Táningurinn Ansu Fati snéri aftur með stæl þegar Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur í spænsku deildinni um helgina. Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn