„Þá segir bara FIBA að þessi landsleikur verður ekki á Íslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 12:01 Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Daníel Þór Íslenska körfuboltalandsliðið þarf mögulega að spila heimaleiki sína í undankeppni HM erlendis af því að Ísland getur ekki boðið upp á hús sem stenst kröfur FIBA. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira