Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að kosningavökur og fögnuðir tengdum fótbolta helgarinnar muni ekki koma í bakið á mönnum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira