Ljóst að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnir um helgina Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að kosningavökur og fögnuðir tengdum fótbolta helgarinnar muni ekki koma í bakið á mönnum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að mannamót helgarinnar – bæði kosningavökur stjórnmálaflokka og fögnuðir tengdum fótbolta – komi ekki til með að skila sér í fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu. Hann segir ljóst að margir hafi ekki sérstaklega haft hugann við sóttvarnir um liðna helgi og að hann voni að það komi ekki í bakið á okkur. Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Svo sjáum við hvað muni gerast eftir þessa síðustu helgi. Mér sýnist að margir hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum almennt séð í samfélaginu núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Vísaði hann þar sérstaklega til kosningavaka stjórnmálaflokkanna og fögnuði í tengslum við lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta. „Miðað við það sem ég sá í sjónvarpinu virðist sem að fólk hafi verið með hugann við eitthvað annað en sóttvarnir.“ Þórólfur segir ljóst að það séu alltaf einhverjir sem séu sáttir og aðrir ósáttir með þær takmarkanir sem séu í gildi í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig veðri það og það er ekkert við því að gera. Ef tölurnar fara ekki upp eftir þetta er þá ástæða til að aflétta þessu öllu? „Ja, ég veit það ekki. Ég held að það væri frekar að líta á það þannig að það sem við erum að gera, þær litlu takmarkanir sem eru í gangi, þær eru að halda þessu skaplegu. Ég held að við eigum frekar að hugsa það þannig - eigum við ekki bara frekar að halda þessum takmörkunum, þessum litlu takmörkunum sem eru í gangi, og halda hlutunum þannig eins og þeir eru, frekar en að aflétta öllu og lenda þá kannski í því eins og við gerðum í júlí,“ spyr Þórólfur. Aðspurður um smittölur helgarinnar segir Þórólfur að honum sýnist þetta hafa verið milli tuttugu til þrjátíu sem hafi greinst á dag. Enn eigi þó eftir að taka þetta almennilega saman. „Svo megum við búast við að það verði einhver aukning núna eftir helgi þegar fleiri sýni verða tekin,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira