„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 13:04 Björn Leví segir Pírata ráðfæra sig við lögfræðinga um framhaldið. Mögulega muni koma til kasta lögreglu, kjörbréfanefndar Alþingis og jafnvel dómstóla. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. „Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
„Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent