„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 13:04 Björn Leví segir Pírata ráðfæra sig við lögfræðinga um framhaldið. Mögulega muni koma til kasta lögreglu, kjörbréfanefndar Alþingis og jafnvel dómstóla. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. „Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
„Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09