„Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2021 16:14 Katrín Jakobsdóttir er hugsi yfir framkvæmd kosninga og mikilvægt að enginn vafi leiki á úrslitum kosninga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir mikilvægt að komast til botns í því hvort gerði hafi verið mistök við framkvæmd kosninga. Hún þurfi að vera hafin yfir allan vafa. Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Katrín ræddi við fréttastofu að loknum fundi með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Stjórnarráðinu í dag. Búið er að kæra framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi hvar ráðist var í endurtalningu með þeim afleiðingum að uppstokkun var í hópi jöfnunarþingmanna um allt land. Sitja eftir með sárt ennið „Þetta er auðvitað allsendis óviðunandi,“ segir Katrín um þá stöðu sem sé uppi. Hún hafi rætt við þingmann Vinstri grænna sem hafi verið inni eftir fyrstu talningu en endað úti. Sömuleiðis fleiri sem töldu sig vera kjörna þingmenn en sitja eftir með sárt ennið. „Auðvitað líður fólki ekki vel með þetta.“ Klippa: Katrín Jakobsdóttir eftir fund með formönnum ríkisstjórnarflokkanna Yfirkjörstjórn á Suðurlandi hefur ákveðið að framkvæma endurtalningu í kvöld. Fá atkvæði til eða frá geta haft áhrif á niðurstöðu kosninga. Nokkrir þingflokkar gerðu kröfu um endurtalningu í framhaldi af endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Telur ákvörðunina góða „Það er mjög mikilvægt að komast til botns í þessu, hvernig framkvæmdinni var háttað í Norðvesturkjördæmi,“ segir Katrín. Þá telji hún það góða ákvörðun að telja aftur atkvæði í Suðurkjördæmi. „Til að tryggja að engin vafi leiki á úrslitum.“ Þingmaður Pírata hefur gagnrýnt endurtalninguna og veltir fyrir sér hvort yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi hafi heimild til þess. Þá velta Píratar sömuleiðis fyrir sér hvort heimild hafi verið til að framkvæma stikkprufu. Fram kom í máli formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi að tíu prósent atkvæða hefðu verið talin aftur án þess að villa hefði komið upp. Stórar spurningar sem þurfi að svara Píratar velta fyrir sér hvort heimild hafi verið til að rjúfa innsigli til að framkvæma stikkprufuna. Endurtalning í kvöld fari því meðal annars fram á atkvæðum sem búið er að rjúfa innsigli á. Katrín segir að leysa þurfi þetta mál og ítrekar mikilvægi þess. Hún segir ýmislegt varðandi vandann tengjast breytingum sem gerð hafi verið á kosningalögum en taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Hlutir sem varði skýrleika í framkvæmd, skýrar kæruleiðir. Það sýni að breytingarnar hafi verið góðar og nauðsynlegar. Svo séu aðrar stórar spurningar sem þurfi að svara, til dæmis varðandi fyrirkomulag jöfnunarþingsæta og annað. „Það geta alltaf orðið mistök. Ég held að aðalmálið núna sé að komast til botns í því hvort það hafi verið gerð mistök,“ segir Katrín. Hvernig á þeim stóð og fá allt upp á borðið. Þá ítrekar hún að það hefði verið gott ef breytingar á kosningalögum hefðu tekið gildi fyrr, fyrir kosningar. En nú verði að leyfa starfsfólki kjörstjórna að klára sín verk.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels