Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundarins í Ráðherrabústaðnum. Flokkur hans vann góðan sigur í Alþingiskosningunum og bætti við sig fimm þingmönnum. Vísir/Vilhelm Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35