Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundarins í Ráðherrabústaðnum. Flokkur hans vann góðan sigur í Alþingiskosningunum og bætti við sig fimm þingmönnum. Vísir/Vilhelm Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35