„Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar en við erum ekki þar“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í höfuðstöðvm Arion banka í gær. Þær eru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í íslenska landsliðinu sem komst á þrjú stórmót í handbolta fyrir um áratug síðan. Nú eru þær í þjálfarateymi landsliðsins og stýra B-landsliði, og vinna að því að koma Íslandi aftur á þann stað að eiga fullt erindi á stórmót. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“ Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“
Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn