Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 18:04 Birgir Jónasson er lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Hann og hans fólk hafa staðið í ströngu í veðurofsanum sem gengið hefur yfir í dag. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. „Það eru margir sem hafa lent í vandræðum vegna aðstæðna og kannski ekki allir nógu vel búnir,“ sagði hann. „Það fór rúta hálf útaf veginum í Hrútafirði í morgun með 37 farþega innanborðs. Engum varð meint af og öllum komið í hús heilum á húfi. Eftir því sem ég best veit hefur ekki enn tekist að fjarlægja rútuna.“ Birgir bætti því við að einnig hefði borið á minniháttar atvikum vega foks í umdæminu, en engar skemmdir hefðu hlotist af og engin meiðsli á fólki. „Svo er reyndar búið að loka hér veginum við Sauðá hér á Sauðárkróki þar sem hún er hætt að renna og það eru vísbendingar um að þar sé krapastífla. Þannig að við höfum gert ráðstafanir vegna þess, en við verðum að sjá hvað setur, hvort og hvenær stíflan brestur.“ Aðspurður um hvort ferðalangar eða ferðaþjónustuaðilar hefðu átt að vera á ferðinni við þessar aðstæður sagði Birgir: „Við biðluðum til fólks í gær að vera ekki á ferðinni í dag vegna veðurs, þannig að kannski er þetta eitthvað sem við viljum síður sjá, þegar er teflt í tvísýnu, en það er bara svona sem þetta er.“ Vonskuveður hefur verið um landið norðanvert í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti fyrr í dag duttu út Húsavíkurlína, Laxárlína 1 og Mjólkárlína 1 . Varð rafmagnslaust í örskamma stund á Húsavík af þessum sökum, en Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna veðurs þar. Seinni partinn duttu Blöndulína 1 og 2 út en mjög slæmt veður á svæðinu . Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hélst rafmagn alls staðar, en verið er að meta tjón. Þetta gerist nokkuð oft og viðbragðskerfin hafi haldið vel, enda Landsnet flestu vant og starfsfólk vel undirbúið þegar kemur að svona veðrum. Veður Skagafjörður Húnaþing vestra Lögreglumál Tengdar fréttir Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36 Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
„Það eru margir sem hafa lent í vandræðum vegna aðstæðna og kannski ekki allir nógu vel búnir,“ sagði hann. „Það fór rúta hálf útaf veginum í Hrútafirði í morgun með 37 farþega innanborðs. Engum varð meint af og öllum komið í hús heilum á húfi. Eftir því sem ég best veit hefur ekki enn tekist að fjarlægja rútuna.“ Birgir bætti því við að einnig hefði borið á minniháttar atvikum vega foks í umdæminu, en engar skemmdir hefðu hlotist af og engin meiðsli á fólki. „Svo er reyndar búið að loka hér veginum við Sauðá hér á Sauðárkróki þar sem hún er hætt að renna og það eru vísbendingar um að þar sé krapastífla. Þannig að við höfum gert ráðstafanir vegna þess, en við verðum að sjá hvað setur, hvort og hvenær stíflan brestur.“ Aðspurður um hvort ferðalangar eða ferðaþjónustuaðilar hefðu átt að vera á ferðinni við þessar aðstæður sagði Birgir: „Við biðluðum til fólks í gær að vera ekki á ferðinni í dag vegna veðurs, þannig að kannski er þetta eitthvað sem við viljum síður sjá, þegar er teflt í tvísýnu, en það er bara svona sem þetta er.“ Vonskuveður hefur verið um landið norðanvert í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti fyrr í dag duttu út Húsavíkurlína, Laxárlína 1 og Mjólkárlína 1 . Varð rafmagnslaust í örskamma stund á Húsavík af þessum sökum, en Vestfirðir eru keyrðir á varaafli vegna veðurs þar. Seinni partinn duttu Blöndulína 1 og 2 út en mjög slæmt veður á svæðinu . Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hélst rafmagn alls staðar, en verið er að meta tjón. Þetta gerist nokkuð oft og viðbragðskerfin hafi haldið vel, enda Landsnet flestu vant og starfsfólk vel undirbúið þegar kemur að svona veðrum.
Veður Skagafjörður Húnaþing vestra Lögreglumál Tengdar fréttir Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36 Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19 Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39 Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. 28. september 2021 15:36
Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. 28. september 2021 15:19
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. 28. september 2021 14:39
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. 28. september 2021 13:13