Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 19:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist slegin yfir lokun skotsvæðisins í Álfsnesi. Vinna er þegar hafin til að finna lausn á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“ Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“
Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira