„Eins og skurðlæknir að störfum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:01 Aaron Rodgers fagnar í sigri Green Bay Packers á San Francisco 49ers á Levi's leikvanginum. Getty/Ezra Shaw Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Green Bay Packers fékk slæman skell í fyrsta leik og margir voru búnir að afskrifa það að Aaron Rodgers hefði einhvern alvöru áhuga á að spila fyrir Packers. Það hefur mikið gengið á í sambandi forráðamanna Green Bay og Rodgers en besti leikmaður síðasta tímabils leit mjög illa út í fyrsta leik. Hann hefur svarað gagnrýnisröddunum með tveimur flottum leikjum og tveimur sigrum í röð. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir þriðju umferð NFL-deildarinnar í nýjustu Lokasókninni og ræddu framgöngu eins besta leikstjórnandans í sögu NFL „Gaman að sjá Aaron Rodgers þarna. Það var stemmning í þessu. Okkar maður er kominn aftur,“ sagði Andri Ólafsson. Klippa: Lokasóknin: Sigursókn í boði Aaron Rodgers „Menn voru að hafa verulegar áhyggjur af honum eftir fyrsta leikinn að þetta yrði eitthvað „tánk“ tímabil hjá honum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég held að hann sé búinn að sýna okkur það að hann ætlar alveg að nenna þessu,“ sagði Henry Birgir. Lokasóknin sýndi myndskeið af Rodgers þegar hann beið eftir sparkinu sem tryggði Green Bay Packers sigurin og hvernig hann fagnaði því. „Ég held að það sé gaman að sjá þetta fyrir alla Packers aðdáendur. Ef einhver segir að Aaron Rodgers sé búinn að „tékka“ sig út,“ sagði Andri. „Þetta spark var að kóróna það sem enginn gerir betur en Aaron Rodgers. Þú ert skilinn eftir stigi undir með 37 sekúndur á klukkunni á eigin 25 jarda línu og þú kemur sparkaranum þínum í vallarmarksfæri,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Þeir sýndu svo lokasóknin þar sem Rodgers átti tvö frábær köst á útherjann Davante Adams „Sjáum þessa sókn líka. Þetta er svo vel gert. Þeir áttu ekki leikhlé og náðu í hvorugt skiptið að koma sér út af vellinum til að stoppa klukkuna. Þeir ná að flytja alla sóknarlínuna upp, spæka boltanum og stoppa tímann. Þetta er eins og skurðlæknir að störfum,“ sagði Andri. Það má finna alla umfjöllun Lokasóknarinnar um Aaron Rodgers hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira