Fyrsti dagurinn er með viðburðaríku móti. Hér fyrir neðan má finna nokkra hápunkta en alla dagskránna má nálgast á vef hátíðarinnar.
- Leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, og tónlistarkonunni Debbie Harry eru afhent heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

- Meistaraspjall með Mia Hansen-Løve og Joachim Trier fer fram í Gamla bíói kl. 12. Aðgangur er ókeypis og frjáls öllum. Umræðum stýra íslensku leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.

- Setningarathöfn og sýning á opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, nýjasta verki heiðursverðlaunahafans Joachim Trier, fer fram í Gamla bíói. Á undan er stuttmynd Kristín Bjarkar Kristjánsdóttur (einnig þekkt sem tónlistarkonan Kira Kira), Eldingar eins og við, sýnd. Hátíðargusan verður í höndum Sverrirs Þórs Sverrissonar (Sveppa), leikara.

- Formleg kvikmyndadagskrá hefst kl. 17 í Bíó Paradís, megin sýningarstað hátíðarinnar og stendur yfir fram yfir miðnætti.
- Hápunktur eru meðal annars sýning á Even Dwarfs Started Small (1970) kl. 17.15, einstakri perlu leikstjórans fræga Werner Herzog. Joachim Trier svarar einnig spurningum eftir mynd sína, Louder Than Bombs (2015), sem er sýnd kl. 17.
- Opnunarmyndin, Versta manneskja í heimi, er einnig sýnd kl. 21.15 í Bíó Paradís.
- Á föstudeginum verða einnig spurt og svarað sýningar á nýjustu mynd Miu. Hansen-Løve, Bergman eyja, kl. 18.45 en einnig á kvikmyndinni Eden kl. 17.00.
- Danski leikstjórinn Sören Kragh-Jakobsen, einn af leikstjórum Borgen þáttanna og stofnenda Dogma hreyfingarinnar, verður viðstaddur sýningu nýjustu mynd sinnar, Lille Sommerfugl á laugardaginn kl. 20.50. Pegasus er einn af framleiðendum myndarinnar og Gunnar Jónsson leikari fer með hlutverk.

85 myndir frá 61 landi
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir frá 30. september til 10. október. Hún er nú haldin í átjánda sinn og eru sýndar 85 myndir í fullri lengd frá 61 landi. Þar að auki verða fjöldi stuttmynda sýndar ásamt sérstakri barnadagskrá. Tæpum helming (46%) kvikmyndanna er leikstýrt af konum.
Í annað sinn er stór hluti hátíðarinnar einnig aðgengilegur á netinu í gegnum RIFF HEIMA. Heiðursgestir eru leikstjórarnir Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, leikkonan Trine Dyrholm og Debbie Harry, söngkona sveitarinnar Blondie. Meistaraspjöll og sérviðburðir eru haldnir með þessum einstöku listamönnum.

Alls konar sérviðburðir: bílabíó, hellabíó, sundbíó, BDSM bíókynning, Nýjasta tækni og kvikmyndir, DJ Björk, Saga Borgarættarinnar, vínsmökkun – eitthvað fyrir alla!
Í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Í öðrum flokkum má finna sér framsæknar og spennandi kvikmyndir úr öllum áttum. Heimildarmyndir, teiknimyndir, tónlistarmyndir, listrænar leiknar myndir. Flokkurinn Önnur framtíð býður upp á áhrifamiklar heimildarmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum!
Aldrei hafa jafn margar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd verið á dagskrá. Hollenskar kvikmyndir eru í brennidepli. Bransadagar RIFF fara fram í Norræna húsinu þar sem kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki gefst tækifæri að mynda tengsl og fræðast.
Miðasala fer fram hér og dagskrárbæklingur fæst hér. Upplýsinga- og gestastofa RIFF, Aðalstræti 2 í Reykjavík, er opin 24.09 – 09.10 frá 11- 18.