Konur fljótari að taka við sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 19:01 Ellert Lárusson framkvæmdastjóri Apollo Art með mynd eftir Björk Tryggva fyrir aftan sig, en hú selur mikið í gegnum Apollo Art Aðsent Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is. Myndlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is.
Myndlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning