Nýja hámarkið hefur aðallega áhrif á tekjuhærri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. september 2021 18:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Markmiðið með setningu reglnanna er meðal annars að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands í morgun. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók saman nokkur dæmi sem gefa ágæta mynd af því, hvaða breytingar reglurnar geti haft á lántakendur húsnæðislána. Taflan hér að ofan sýnir áætlaða greiðslugetu samkvæmt greiðslumati miðað við mismunandi forsendur um fjölda barna og fjölda bifreiða.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Á myndinni er meðal annars tekið dæmi um barnlausan einstakling með 300.000 krónur í útborguð laun og aðrar tekjur á mánuði. Einstaklingurinn á þar að auki bifreið. Samkvæmt hefðbundnum forsendum í greiðslumati hins almenna banka, er áætluð greiðslugeta einstaklingsins 70.270 á mánuði. Það merkir að afborganir einstaklingsins eru 23 prósent af ráðstöfunartekjum og er hann því ekki kominn yfir hið nýja hámark. Taka má annað dæmi. Einstaklingur er með 800.000 krónur í útborguð laun og ráðstöfunartekjur á mánuði og á þar að auki bifreið. Áætluð greiðslugeta af ráðstöfunartekjum hans er 451.826 krónur á mánuði sem er 56 prósent af ráðstöfunartekjum. Nýja hámarkið kemur því í veg fyrir að einstaklingurinn taki lán með svo þunga greiðslubyrði. Af þessu leiðir að reglurnar eru frekar takmarkandi hjá þeim sem hafa hærri ráðstöfunartekjur eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þó ber að hafa í huga að margir bankar hafa sett sér reglur um greiðslumat, sem veldur því að hlutfall greiðslugetu af ráðstöfunartekjum þurfi að vera enn lægra en miðað er við í hinum nýju reglum Seðlabankans. Hér er hægt að bera saman húsnæðislán bankanna.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira