Litoral-fangelsið er sagt eitt það hættulegasta í landinu. Að sögn lögreglustjórans Fausto Buenano tók um 400 lögreglumenn til að koma aftur á friði en fangarnir höfðu einhvern veginn komist yfir bæði skotvopn og handsprengjur.
Fjölmiðlar í borginni segja óeirðirnar hafa brotist út í kjölfar skipana frá mexíkóskum glæpasamtökum, sem hafa skotið rótum sínum í Ekvador og sýsla með fíkniefni.
Að sögn fangelsismálastjóra landsins var ástandið skelfilegt og lík eru enn að finnast í fangelsisbyggingunni.
Svo virðist sem gengjunum hafi lent saman þegar fangar í einnu álmu skriðu í gegnum göng til að komast í aðra álmu, þar sem þeir réðust á fjendur sína.
Fleiri en 80 fangar særðust í átökunum en lögreglu tókst að bjarga sex kokkum sem höfðu orðið inniloka í álmunni þar sem bardaginn braust út.
Forsetinn Guillermo Lasso hefur lýst yfir neyðarástandi í fangelsum landsins en í febrúar síðastliðnum létust 79 fangar í svipuðum átökum. Fangelsin eru sögð hýsa 30 prósent fleiri fanga en pláss er fyrir.
Þau eru öðrum þræði sögð snúast um baráttu mexíkósku glæpasamtakanna Sinaloa og Jalisco New Generation um yfirráð flutnings fíkniefna um Ekvador.