Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:16 Sjónarvottur sá til mannsins falla af sæþotu um 200 metra frá landi í Köpingsvik, rétt norður af Borgholm á sænsku eyjarinnar Öland, austur af landinu. Getty Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum. Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47
Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51