Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:01 Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að fyrir liggi myndir sem sýni að umfang og stærð húsbílsins sé slík að hún skagi nokkuð út fyrir bílastæðin að framan- og aftanverðu eins og þau séu skilgreind. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar. Ágreiningurinn sneri að því hvort að konunni væri heimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegum bílastæðum hússins og sömuleiðis hvort henni væri heimilt að nota rafmagnstaug sem lá úr íbúð konunnar og í húsbílinn. Í álitinu kemur fram að meirihluti eigenda íbúða í húsinu, bæði núverandi og fyrrverandi, hafi áður samþykkt reglur um notkun á bílastæðum. Konan hafi hins vegar ekki fylgt þeim, þrátt fyrir að hafa skrifað undir reglurnar. Hún hafi þess í stað tekið einhliða ákvörðun um langtímageymslu á stórum húsbíl við húsið í óþökk annarra íbúa. Þrátt fyrir endurtekin tilmæli um að færa húsbílinn, samþykktir á húsreglum og formlegar áskoranir hafi hún ekki gert það. A- og B-stæði Húsið sem um ræðir er sex íbúða fjölbýlishús og þar fyrir utan tíu bílastæði með jöfnum notkunarrétti. Með svokallaðri bílastæðasátt frá árinu 2017, hafi hver íbúð fengið forgang að einu ákveðnu bílastæði, svokölluðu A-stæði. Eftir væru fjögur sameiginleg B-stæði fyrir þá sem ættu tvo bíla og svo gesti. Fyrir B-stæðin hafi gilt reglan um að „fyrstur kæmi, fyrstur fengi“, þó að ákveðnar hefðir hafi svo skapast um notkunina. Í sáttinni hafi einnig kveðið á um að B-stæðin mætti ekki nota fyrir tjaldvagna og fellihýsi, en á þessum tíma hafi fjöldi tjaldvagna í bílastæðunum verið vandamál. Upphaf ágreiningsins er rakinn til mars 2018 þegar konan hafi komið fyrir húsbíl og ýmist lagt honum í einu svokallaðra B-stæða eða A-stæði annars íbúa. Húsbíllinn hafi svo staðið meira eða minna óhreyfður í stæðunum veturinn 2018-19, verið í takmarkaðri notkun sumarið 2019. Árið 2020 var húsbíllinn aftur geymdur í einu B-stæðanna eða A-stæði konunnar. Húsbílaeigandinn segist ætla að flytja úr húsinu.Getty Mótmælt frá fyrsta degi Frá fyrsta degi hafi aðrir íbúar mótmælt þessu og bent á að bíllinn hafi náð yfir gangstétt, bæði fyrir framan hann og aftan, og þannig gert bílstjórum á bílum við hliðina erfitt með að sjá þegar keyrt væri úr stæði. Þá hafi húsbíllinn skyggt á útsýni íbúðar á fyrstu hæð og væri oft tengdur hættulegum rafmagnsstaurum yfir gangstétt og í íbúð húsbílseigandans. Íbúar í húsinu mótmæltu einnig langtímanotkun á rafmagnstauginni fyrir húsbílinn, sem lægi yfir gangstéttina og vildu meina að slíkt væri brot á húsreglum og notkun á rafmagni í almennu rými. Í greinargerð konunnar segir að hún harmi það að málið sé komið í þennan farveg. Hún hafi lengi reynt að leysa þetta mál sjálf og í samvinnu við aðra íbúa en það ekki tekist. Vegna þessa máls sé hún að leita sér að íbúð annars staðar. Eðlileg og málefnaleg sjónarmið Í álitinu kemur fram að fyrir liggi myndir sem sýni að umfang og stærð bifreiðarinnar sé slík að hún skagi nokkuð út fyrir bílastæðin að framan- og aftanverðu eins og þau séu skilgreind. „Kærunefnd telur að hafa beri hliðsjón af því að bílastæðum er ætlað að þjóna umferð til og frá húsinu. Verður því að telja að það sé eðlilegt og málefnalegt að setja inn ákvæði í húsreglur þess efnis að einstökum eigendum sé ekki unnt að nota sameiginleg bílastæði til geymslu á ökutækjum til lengri tíma, enda felur slíkt í sér takmörkun á jöfnu aðgengi að þeim.“ Telur nefndin því að slíkar reglur í húsreglur um notkun sameiginlegra bílastæði fari ekki í bága við ákvæði fjöleignarhúsalaga, enda liggi þeim að baki „eðlileg og málefnaleg sjónarmið“. Öðrum kröfum íbúa hafnað Íbúar í húsinu kröfðust þess einnig að þeim yrði gert heimilt að fjarlægja húsbílinn á kostnað konunnar, en fram kemur að nefndinni bresti heimild til að kveða á um viðurlög, fari konan ekki eftir álitinu. Því sé þeirri kröfu íbúanna hafnað. Varðandi rafmagnstaugina, sem lögð var af svölum íbúðar konunnar á annarri hæð, meðfram rennum yfir gangstétt og í húsbílinn, þá hafnaði nefndin þeirri kröfu annarra íbúa að konunni yrði bannað að hlaða húsbílinn. Taldi nefndin húsreglur um bann við síhleðslu vera eðlilegar og málefnanlegar en hafnaði þó kröfunni þar sem farið hafi verið fram á skilyrðislaust bann við notkun rafmagnstaugarinnar. „Kærunefnd telur að algert bann við því að rafmagnstaug liggi á sameiginlegri lóð gangi lengra en kveðið er á um í húsreglum, þótt telja verði eðlilegt að gerðar séu tilteknar kröfur um slíkt, svo sem um tímalengd, öryggi og frágang. Þá benda engin gögn til þess að um sérstakt hættuástand sé að ræða vegna rafmagnstaugarinnar,“ segir í álitinu. Ennfremur segir að álit nefndarinnar hindri ekki málsaðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti líkt og kveðið er á um í lögum um fjöleignarhús. Bílastæði Húsnæðismál Bílar Stjórnsýsla Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ágreiningurinn sneri að því hvort að konunni væri heimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegum bílastæðum hússins og sömuleiðis hvort henni væri heimilt að nota rafmagnstaug sem lá úr íbúð konunnar og í húsbílinn. Í álitinu kemur fram að meirihluti eigenda íbúða í húsinu, bæði núverandi og fyrrverandi, hafi áður samþykkt reglur um notkun á bílastæðum. Konan hafi hins vegar ekki fylgt þeim, þrátt fyrir að hafa skrifað undir reglurnar. Hún hafi þess í stað tekið einhliða ákvörðun um langtímageymslu á stórum húsbíl við húsið í óþökk annarra íbúa. Þrátt fyrir endurtekin tilmæli um að færa húsbílinn, samþykktir á húsreglum og formlegar áskoranir hafi hún ekki gert það. A- og B-stæði Húsið sem um ræðir er sex íbúða fjölbýlishús og þar fyrir utan tíu bílastæði með jöfnum notkunarrétti. Með svokallaðri bílastæðasátt frá árinu 2017, hafi hver íbúð fengið forgang að einu ákveðnu bílastæði, svokölluðu A-stæði. Eftir væru fjögur sameiginleg B-stæði fyrir þá sem ættu tvo bíla og svo gesti. Fyrir B-stæðin hafi gilt reglan um að „fyrstur kæmi, fyrstur fengi“, þó að ákveðnar hefðir hafi svo skapast um notkunina. Í sáttinni hafi einnig kveðið á um að B-stæðin mætti ekki nota fyrir tjaldvagna og fellihýsi, en á þessum tíma hafi fjöldi tjaldvagna í bílastæðunum verið vandamál. Upphaf ágreiningsins er rakinn til mars 2018 þegar konan hafi komið fyrir húsbíl og ýmist lagt honum í einu svokallaðra B-stæða eða A-stæði annars íbúa. Húsbíllinn hafi svo staðið meira eða minna óhreyfður í stæðunum veturinn 2018-19, verið í takmarkaðri notkun sumarið 2019. Árið 2020 var húsbíllinn aftur geymdur í einu B-stæðanna eða A-stæði konunnar. Húsbílaeigandinn segist ætla að flytja úr húsinu.Getty Mótmælt frá fyrsta degi Frá fyrsta degi hafi aðrir íbúar mótmælt þessu og bent á að bíllinn hafi náð yfir gangstétt, bæði fyrir framan hann og aftan, og þannig gert bílstjórum á bílum við hliðina erfitt með að sjá þegar keyrt væri úr stæði. Þá hafi húsbíllinn skyggt á útsýni íbúðar á fyrstu hæð og væri oft tengdur hættulegum rafmagnsstaurum yfir gangstétt og í íbúð húsbílseigandans. Íbúar í húsinu mótmæltu einnig langtímanotkun á rafmagnstauginni fyrir húsbílinn, sem lægi yfir gangstéttina og vildu meina að slíkt væri brot á húsreglum og notkun á rafmagni í almennu rými. Í greinargerð konunnar segir að hún harmi það að málið sé komið í þennan farveg. Hún hafi lengi reynt að leysa þetta mál sjálf og í samvinnu við aðra íbúa en það ekki tekist. Vegna þessa máls sé hún að leita sér að íbúð annars staðar. Eðlileg og málefnaleg sjónarmið Í álitinu kemur fram að fyrir liggi myndir sem sýni að umfang og stærð bifreiðarinnar sé slík að hún skagi nokkuð út fyrir bílastæðin að framan- og aftanverðu eins og þau séu skilgreind. „Kærunefnd telur að hafa beri hliðsjón af því að bílastæðum er ætlað að þjóna umferð til og frá húsinu. Verður því að telja að það sé eðlilegt og málefnalegt að setja inn ákvæði í húsreglur þess efnis að einstökum eigendum sé ekki unnt að nota sameiginleg bílastæði til geymslu á ökutækjum til lengri tíma, enda felur slíkt í sér takmörkun á jöfnu aðgengi að þeim.“ Telur nefndin því að slíkar reglur í húsreglur um notkun sameiginlegra bílastæði fari ekki í bága við ákvæði fjöleignarhúsalaga, enda liggi þeim að baki „eðlileg og málefnaleg sjónarmið“. Öðrum kröfum íbúa hafnað Íbúar í húsinu kröfðust þess einnig að þeim yrði gert heimilt að fjarlægja húsbílinn á kostnað konunnar, en fram kemur að nefndinni bresti heimild til að kveða á um viðurlög, fari konan ekki eftir álitinu. Því sé þeirri kröfu íbúanna hafnað. Varðandi rafmagnstaugina, sem lögð var af svölum íbúðar konunnar á annarri hæð, meðfram rennum yfir gangstétt og í húsbílinn, þá hafnaði nefndin þeirri kröfu annarra íbúa að konunni yrði bannað að hlaða húsbílinn. Taldi nefndin húsreglur um bann við síhleðslu vera eðlilegar og málefnanlegar en hafnaði þó kröfunni þar sem farið hafi verið fram á skilyrðislaust bann við notkun rafmagnstaugarinnar. „Kærunefnd telur að algert bann við því að rafmagnstaug liggi á sameiginlegri lóð gangi lengra en kveðið er á um í húsreglum, þótt telja verði eðlilegt að gerðar séu tilteknar kröfur um slíkt, svo sem um tímalengd, öryggi og frágang. Þá benda engin gögn til þess að um sérstakt hættuástand sé að ræða vegna rafmagnstaugarinnar,“ segir í álitinu. Ennfremur segir að álit nefndarinnar hindri ekki málsaðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti líkt og kveðið er á um í lögum um fjöleignarhús.
Bílastæði Húsnæðismál Bílar Stjórnsýsla Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira