Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 19:58 Bændasamtök Íslands hafa alla tíð haft skrifstofur sínar í Bændahöllinni. Pósturinn og Arion banki leigja einnig aðstöðu þar og hárgreiðslustofa er með starfsemi í kjallaranum Stöð 2/Egill Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Það er dapurlegt um að litast á Hótel Sögu þessa dagana sem hýst hefur glæsilegan hótel- og veitingarekstur allt frá stofnun hótelsins árið 1962. Þar hafa verið haldnir dansleikir og allt upp í forsetaveislur. En síðasti gesturinn labbaði þaðan út í október á síðasta ári. Einn af stigagöngum Hótels Sögu.Stöð 2/Egill Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna vonar að brátt fari að sjá til sólar um framtíð húsnæðisins. „Rekstrarfélagið var úrskurðað til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Húseignin sem slík er enn í eigu Bændahallarinnar ehf. sem á og rekur húsnæðið í dag,“ segir Gunnar. Bændahöllin er síðan í eigu Bændasamtaka Íslands sem hefur verið með skrifstofur sínar í húsninu frá upphafi. Einnig eru Pósturinn og Arion banki með aðstöðu á Sögu og hárgreiðslustofa í kjallaranum. Þegar okkur bar að garði í dag var kvikmyndatökufólk við störf í forsetasvítu hótelsins en fleira kvikmyndagerðarfólk hefur nýtt húsnæðiðað undanförnu. Viðræður hafa staðið yfir við nokkra aðila undanfarið ár um kaup eða leigu á húsnæðinu, meðal annars við Háskóla Íslands. „Svo eru bara viðræður við aðra fjárfesta sem hafa hug á að endurreisa hótelstarfsemi hér. Þannig að það er ekki alveg tímabært að segja hvað verður ofan á en það er alla vega verið í þreyfingum ennþá,“ segir Gunnar. Nokkrum árum fyrir tekjurhrunið með kórónuveirufaraldrinum var ráðist í umfangsmiklar og dýrar fjárfestingar og endurbætur á hótelinu. Reksturinn mátti því ekki við áföllum. „Þá byrjar þetta í raunu og veru með falli WOW. Þá dregst saman hér í rekstri um einhver 30 prósent. Þar sem Bandaríkjamenn voru mjög áhugasamir um að gista á hótel Sögu,“ segir Gunnar. Það var því ekki kræsileg staða sem blasti viðnýjum formanni Bændasamtakanna í mars í fyrra. „Og eiginlega það fyrsta sem ég fæ í fangið sem formaður Bændasamtakanna er covid. Þannig að nánast á einni nóttu fóru allir héðan út,“segir Gunnar Þorgeirsson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík WOW Air Fréttir af flugi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36 Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05 Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Rekstrarfélag Hótel Sögu gjaldþrota Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2021 23:36
Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár. 23. júní 2021 16:05
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17. mars 2021 14:01
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05