Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 19:31 Boltinn er nú í höndum Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira