Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 19:31 Boltinn er nú í höndum Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira